Dr. Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnunni OECD, talaði á Menntadögum atvinnulífsins sem Samtök atvinnulífsins standa fyrir í dag. Dr. Schleicher er einnig einn af aðalarkitektum PISA könnunarinnar sem er samræmd könnun á námsgetu nemenda úr 65 löndum um allan heim. Íslenskir nemendur komu illa út úr síðustu PISA könnun en að sögn Dr. Schleicher höfum við alla burði til að vera með skólakerfi á heimsmælikvarða.

VB Sjónvarp ræddi við Andreas Schleicher en nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði Viðskiptablaðsins.