Viðræður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, snúa að því að kanna hvernig formönnum annarra flokka hugnast að vinna með Framsókn, hversu langt þeir eru tilbúnir til að koma til móts við sjónarmið hans um skuldavanda heimilanna og önnur mál, að sögn sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar.

Guðni TH Jóhannesson
Guðni TH Jóhannesson
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Guðni segir í samtali við Morgunblaðið í dag um viðræður Sigmundar við formenn flokkanna að það sé ekki eins og Sigmundi sé fyrst og fremst umhugað um að velja augljósasta kostinn fyrst og byggja þannig upp trúnaðartraust og búa í haginn fyrir væntanlegt samstarf. Hann ætli heldur að láta alla vita hver er með trompin á hendi.

„Þetta er svona dans sem er stiginn og er bara hluti af leiknum,“ segir Guðni og segir Sigmundur geti ekki sett fram það ófrávíkjanlega skilyrði í viðræðunum að enginn stjórnmálaleiðtogi geti leyft sér að setja fram slíka kröfu fram.

Orðrétt segir Guðni í samtali við Morgunblaðið:

„En um leið og þetta fer að snúast um það að leiðir Framsóknar í efnahagsmálum skuli vera ráðandi, þá finnst mér það segja sig sjálft að framsóknarmaður verði að vera i forystusætinu, því að ekki fara formenn annarra flokka að klæða sig í fötin hans Sigmundar Davíðs bara til að verða forsætisráðherra.“