Stór hluti þeirra upplýsinga sem Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, óskaði eftir í ítarlegri fyrirspurn um ESÍ fellur undir bankaleynd og verða þær því ekki veittar. Viðskiptablaðið greindi frá því í sumar að Sigurður Ingi hafi óskað eftir upplýsingunum og þurft að bíða þeirra töluvert lengur en lög gera ráð fyrir.

Í svari Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við fyrirspurninni segir meðal annars: „stór hluti þeirra upp­lýs­inga sem fyr­ir­spurnin bein­ist að eru bæði þess eðlis og efnis að þær varða hagi við­skipta­manna ESÍ og dótt­ur­fé­laga þess (og þar með Seðla­banka Íslands) og ekki síður mál­efni bank­ans sjálfs. Þar af leið­andi telj­ast þær ekki til opin­berra upp­lýs­inga og um þær ríkir þagn­ar­skylda

Svarið birtist á vef Alþingis í gær og má lesa hér.

Í því segir meðal annars að eignir ESÍ hafi verið umfangsmiklar eftir hrun, um 490 milljarðar árið 2009 en var 42,7 milljarðar í lok síðasta árs.

Í svarinu segir að Seðlabankinn hyggist birta á næsta ári skýrslu um ESÍ og meðferð eigna þess.