*

fimmtudagur, 27. júní 2019
Innlent 29. nóvember 2018 11:00

Getur haft veruleg áhrif á ferðaþjónustuna

„Íslensk ferðaþjónusta á allt undir því að samgöngur til og frá landinu gangi snuðrulaust fyrir sig, og þetta gæti vissulega haft áhrif til skemmri tíma."

Ritstjórn
Kristján Sigurjónsson ritstjóri Túristi.is
Haraldur Guðjónsson

„Þetta eru mikil vonbrigði því við vorum að vonast til að WOW air komist á lygnan sjó, en það hefur legið í loftinu síðustu daga að þeir fyrirvarar sem Icelandair gerði við kaupin voru ekki að ganga upp," segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista í samtali við Viðskiptablaðið. 

„Varðandi framhaldið þá vonar maður að það hafi verið innistæða fyrir fullyrðingum Skúla um áhuga annarra á flugfélaginu og að það skýrist á næsta sólarhring, það væri besta staðan fyrir starfsfólk WOW air og samfélagið allt."

Icelandair hefur nóg með sitt

Aðspurður hvað hafi orðið til þess að ekki varð af kaupunum segir hann að miðað við tilkynningar frá WOW air í vikunni þá er staðan ekki nógu góð og ekki hefur tekist að greiða úr flækjunni sem skuldabréfaútboð fyrirtækisins olli.

„Hins vegar verði að taka tillit til þess Icelandair er líka félag sem þarf að taka til hjá sér og stjórnendur þess félags hafa nóg með sitt," bætir hann við.

Getur haft veruleg áhrif til skemmri tíma

„Íslensk ferðaþjónusta á allt undir því að samgöngur til og frá landinu gangi snuðrulaust fyrir sig, og þetta gæti vissulega haft áhrif á ferðaþjónustuna til skemmri tíma ef WOW air dregur saman seglin eða hættir starfsemi sem maður vonar svo sannarlega að gerist ekki," segir Kristján en bætir við að til lengri tíma litið þá muni ástandið komast í jafnvægi en Icelandair og WOW air eru með sambærileg leiðarkerfi.

Stikkorð: Icelandair WOW air
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is