Íslendingar hafa ekki látið að sér kveða í olíugeiranum til þessa og því þykja tíðindi að stofnað hefur verið íslenskt fjárfestingarfélag með sterka bakhjarla, Lindir Resources, sem ætlar að marka sér sess á sviði orkuiðnaðar og náttúrulegra auðlinda, fyrst og fremst olíu til að byrja með. Gunnlaugur Jónsson, forstjóri Linda Resources, kveðst telja hafa skort félag af slíku tagi í viðskiptaflóru landsins. Félagið hefur í upphafi ítök í olíugeiranum víðs vegar um heiminn og bindur miklar vonir við olíuvinnslu í íslenskri lögsögu.

Lesið viðtalið við Gunnlaug Jónsson forstjóra Lindar í helgarblaði Viðskiptablaðsins.