*

sunnudagur, 26. september 2021
Innlent 9. mars 2021 12:23

Geysir gjaldþrota

Félög sem ráku verslanir Geysis hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta. Heimsfaraldurinn lék verslanirnar grátt.

Ritstjórn
Úr verslun Geysis á Skólavörðustíg.
Ómar Óskarsson

Arctic shopping ehf. félag utan um verslanir Geysis sem lokað var í byrjun síðasta mánaðar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í innköllun sem birtist í Lögbirtingarblaðinu.

Geysir rak tvær verslanir á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur, eina verslun í verslunarmiðstöðinni Kringlunni og eina verslun á Akureyri. Að auki rak félagið Fjallraven verslun á Laugavegi. Rekstur Geysis hafði reynst afar vandasamur eftir að COVID-19 heimsfaraldurinn skall á og kom nær alfarið í veg fyrir komu ferðamanna hingað til lands.

Að sama skapi hefur félagið Geysir shops ehf. verið tekið til gjaldþrotaskipta, en umrætt félag rak verslun Geysis í Haukadal.

Stikkorð: Geysir gjaldþrot