Samkeppniseftirlitinu (SE) var tilkynnt um kaup Geysis Green Energy (GGE) á öllu hlutafé í Jarðborunumí ágúst 2007.

Undir meðferð málsins breyttist uppbygging GGE verulega vegna samruna við Reykjavík Energy Invest (REI) en eins og kunnugt er var síðar fallið frá þeim samruna.

Afgreiðsla Samkeppniseftirlitsins á samruna GGE og Jarðborana tafðist þar sem ekki var tilkynnt um breytingar á starfsemi GGE svo sem skylt er samkvæmt reglum um tilkynningu samruna.

Fullnægjandi upplýsingar bárust loks 19. febrúar 2008. Efnisleg rannsókn á áhrifum samrunans leiddi ekki í ljós nein samkeppnisleg vandkvæði þannig að ekki er tilefni til íhlutunar Samkeppniseftirlitsins, segir á vef SE.