*

laugardagur, 23. október 2021
Innlent 2. febrúar 2021 12:44

Geysir leggur upp laupana

Verslunum Geysis hefur verið lokað og öllu starfsfólki sagt upp störfum. Heimsfaraldur lagði stein í götu verslananna.

Ritstjórn
Úr verslun Geysis á Skólavörðustíg.
Ómar Óskarsson

Verslunum Geysis hefur verið skellt í lás og öllu starfsfólki sagt upp störfum. Þetta herma heimildir Vísis en rekstur Geysis hefur verið vandasamur undanfarna mánuði vegna mikillar samdráttar í komu ferðamanna til landsins sökum COVID-19 heimsfaraldursins.

Geysir rak tvær verslanir á Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur, eina verslun í verslunarmiðstöðinni Kringlunni og eina verslun á Akureyri. Að auki rak félagið Fjallraven verslun á Laugavegi.

Í frétt Vísis segir að verslun Geysis í Haukadal sé rekin í öðru félagi, Geysi Shops ehf. en starfsfólki þeirrar verslunar ku ekki hafa verið sagt upp störfum.

Stikkorð: Geysir verslun