Á hluthafafundi í Hitaveitu Suðurnesja í dag er gert ráð fyrir að uppskipting félagsins taki á sig skýrari mynd. Þannig mun einkavæðing orkuiðnaðarins verða augljósari eftir skiptinguna.

Gert er ráð fyrir að á fundinum verði samþykkt uppskipting á bréfum sem hafi meðal annars í för með sér að Reykjanesbær kaupi auðlindina að baki HS. Kaupin munu fara fram með uppskiptingu bréfa sem byggist á verðmati á HS Orku og HS veitu sem Capacent vann nýlega. að því er heimildir Viðskiptablaðsins segja.

Gert er ráð fyrir að þessi bréf verði notuð til að skipta á milli HS Orku og HS Veitu. Sömuleiðis er gert ráð fyrir að uppskipting verði á milli Reykjanesbæjar og Geysis Green Energy. Reykjanesbær mun þannig aftur fá bréf í HS Veitu en láta á móti bréf í HS Orku og því muni Geysis Green verða meirihlutaeigandi í HS Orku.