Óvíst er að eignir fjárfestingafélagsins Giftar dugi fyrir skuldum, segir í frétt Markaðarins.

Í fréttinni sögðu viðmælendur að augljóst væri hvert stefndi. gifÓnafngreindur viðmælandi Markaðarins sagði að einungis kistulagningin væri eftir.

Helstu eignir Gift í skráðum félögum voru í Kaupþingi og Existu.

Kaupþingshluturinn hvarf og Existuhluturinn er nú 2,8 milljarða króna virði, segir í fréttinni.

Virði hlutar félagsins í Icelandair nemur líklega um einum milljarði króna. Gift átti einnig hluti í Landsbanka og Glitni og Straumi. Eignir í óskráðum félögum námu um einum milljarði fyrir ári, segir í fréttinni.

Samkvæmt skýrslu stjórnar Giftar 15. júní í fyrra, námu heildarskuldir og skuldbindingar félagsins ríflega 30 milljörðum króna.

Þá námu eignirnar tæpum 60 milljörðum, segir í fréttinni.

Hluthafar Gift voru um 50 þúsund.