„Í dag erum við þrjú sem eigum Pink Iceland og hjá okkur starfa ótal verktakar en þar má meðal annars nefna leiðsögumenn, sýslumenn, presta, ljósmyndara, og kvikmyndatökufólk,“ segir Birna Hrönn Björnsdóttir, einn eigenda Pink Iceland, ferðaþjónustu fyrir hinsegin ferðamenn. Hannes Páll Pálsson gekk til liðs við fyrirtækið árið 2012.

Hún segir að fyrirtækinu gangi mjög vel og straumur gesta sé stöðugur jafnt yfir árið þó að sumarið sé mesti annatíminn. „Við höfum lagt áherslu á nýsköpun og að auka vöruframboð utan háannatíma sumarsins eins og með aðventupökkum, hinsegin vetrarhátíðinni Rainbow Reykjavík, áramótapökkum og kynnum Ísland sem ákjósanlegan stað til að gifta sig allan ársins hring.“

Nánar er talað við Birnu Hrönn Björnsdóttur í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .