Mikil aukning hefur orðið í nýskráningu ökutækja fyrstu 53 daga ársins í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Umferðarstofu um nýskráningar ökutækja.

Á tímabilinu 1. janúar til 22. febrúar á þessu ári hafa 4.146 ökutæki verið nýskráð hér á landi miðað við 2.824 ökutæki yfir sama tímabil á síðasta ári. Þetta er 46,8 % aukning milli ára.

Frá 1. janúar til 22. febrúar 2008 urðu 14.007 eigendaskipti á ökutækjum miðað við 13.651 ökutæki á sama tímabili á síðasta ári en það er 2,6 % hækkun milli ára.