Dæmi eru um að íbúðarhúsnæði sem leigt hefur verið til ferðamanna í miðborg Reykjavíkur hafi margfaldast í verði á síðustu árum. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins um málið.

Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir í samtali við Morgunblaðið að verðlagning á slíkum eignum hafi smitast yfir á markaðinn. Það eigi þátt yfir því að eignir í miðborginni sem eru stærri en 150 fermetrar kosti nú um og yfir 100 milljónir.

Sem dæmi um þessa þróun er nefnt dæmi um 229 milljón króna þakíbúð í Skuggahverfinu sem er nú þegar seld. Ásett verð var um 45 milljónum króna hærra en haustið 2014. Einnig er nefnt annað dæmi, að á Sóleyjargötu hafi hús verið selt á 78 milljónir fyrir fjórum árum en er nú til sölu á 260 milljónir. Á Skólavörðustíg er einnig til sölu hús á tæplega milljónir sem selt var á 42 milljónir árið 2010.