Í gær urðu þau tímamót í sögu rafmyntarinnar Bitcoin að hún skiptist í tvennt eins og Viðskiptablaðið greindi frá . Skiptist myntin upp í hina upprunalegu Bitcoin mynt og aðra mynt sem ber nafnið Bitcoin Cash.

Gífurlegt flökt hefur verið á Bitcoin Cash síðan viðskipti hófust með rafmyntina í gær. Í fyrstu viðskiptum með myntina var gengi hennar 394,29 dollarar. Hæst náði gengi myntarinnar  í 756 dollara og hafði þá hækkað um tæplega 92%.

Þegar þetta er skrifað stendur gengi Bitcoin Cash nú í 489 dollurum og hefur því lækkað um 35% frá því myntin náði hæstu hæðum fyrr í dag.