Hagkerfi Singapúr dróst saman um 19,7% milli ársfjórðunga á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og er þetta mesti samdráttur á einum ársfjórðungi frá upphafi.

Þá sýna opinberar tölur í Singapúr að hagkerfið dróst saman um 11,5% milli ára en búist er við því að þjóðarframleiðsla í landinu dragist saman um 6-9% á þessu ári. Áður hafði verið gert ráð fyrir 2-5% samdrætti.

Helsta ástæðan fyrir auknum samdrætti er minni útflutningur en útflutningur hefur nú dregist saman um tæp 26% milli ára en viðskiptaráðuneyti landsins tilkynnti í gær að jafnvel megi búast við enn meiri útflutningi.

Þá hefur framleiðsla einnig dregist saman um 29% milli ára á fyrsta ársfjórðungi en útflutningur í mars einum saman dróst saman um 17%.