Gildi lífeyrissjóður bætti við hlutafjáreign sína í Icelandair í síðustu viku þegar félagið keypti bréf fyrir 100 milljón krónur. Þetta voru umsvifamestu hlutafjárviðskipti í félaginu í nýliðinni viku, samkvæmt nýbirtum upplýsingum um viðskipti með bréf Icelandair Group.

Á sama tíma keypti Stapi lífeyrissjóður bréf fyrir 46,6 milljónir króna, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda hlutabréf fyrir 20 milljónir króna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn fyrir 12,5 milljónir en aðrir fyrir minna.

Á sama seldi Íslandsbanki hlutabréf í Icelandair Group fyrir 118 milljónir króna í flugrekstrarfélaginu og MP Banki fyrir tæpar 22,5 milljónir.