Gildi lífeyrissjóður keypti 10 milljónir hluta í marel í dag á genginu 142 og nemur kaupverðið því 1,4 milljarði króna. Eftir kaupin á Gildi 6,22% hlutafjár í Marel en átti fyrir 4,78%. Kaupin voru gerð snemma í morgun, en velta með bréf Marels nam í dag 3,7 milljörðum króna. Marel kynnti uppgjör vegna ársins 2014 í gær og var það umfram væntingar markaðsaðila.

Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 0,90% í dag og endaði í 1.399.19 stigum. Gengi bréfa Marels hækkaði um 0,69%, en gengi bréfa HB Granda hækkaði um 1,14% og Icelandair um 1,09%. Velta á hlutabréfamarkaði almennt nam 4,7 milljarði króna.