Umtalsverð viðskipti voru á hlutabréfamarkaðnum í dag. Til dæmis seldi Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sjö milljónir hluta í Icelandair, samkvæmt flöggun til Kauphallarinnar. Verð hlutar er 17,65 krónur og því lætur nærri að heildarverðmæti hlutarins sem seldur var sé um það bil 125 milljónir miðað við gengi dagsins.

Þá keypti lífeyrissjóðurinn Gildi 35 milljónir hluta í N1. Gengi bréfa er 16,7 á hlut og því lætur nærri að heildarsöluandvirði hlutarins sé 585 milljónir króna.

Þá keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins átta millljónir hluta í Reginn og miðað við það að gengi bréfa í dag er 16,20 er heildarverðmæti hlutarins er 130 milljónir.