Í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur var Gildi lífeyrissjóður sýknaður af kröfu um að felld yrði úr gildi veðsetning á húseign.

Stefnendur byggðu á því að veðsetningin hafi verið ólögmæt þar sem Gildi hafi ekki farið eftir þeim kröfum og venjum sem gæta bar við lántökur af þessu tagi, aðallega vegna þess að Gildi framkvæmdi ekki greiðslumat á skuldara áður en lán var veitt.

Gildi lífeyrissjóður var sýknaður af kröfum stefnanda í málinu. Málið snerist um lán sem veitt var til pars með veði í húseign foreldra konunnar. Í dómnum er m.a. byggt á því að foreldrar konunnar segjast hafa gert sér grein fyrir því að þau þyrftu að greiða skuldina ef eitthvað kæmi upp á, en hafi líka gert ráð fyrir því að fram færi greiðslumat á lántakanum, tengdasyni þeirra. Það þótti héraðsdómi ekki skipta máli.