Gildi - lífeyrissjóður er stærsti hluthafinn í Icelandair Group samkvæmt uppfærðum hluthafalista sem flugfélagið sendi frá sér á tíunda tímanum í kvöld. Samkvæmt lista sem sendur var í dag, og Viðskiptablaðið greindi frá , var Landsbankinn stærsti hluthafinn en sá listi var birtur með fyrirvara um breytingar tengdum ófrágengnum viðskiptum með bréf í félaginu.

„Gengið var frá nokkrum stórum viðskiptum eftir að listinn var birtur," segir í tilkynningu Icelandair Group í kvöld. „Engu að síður kunna enn að vera til staðar viðskipti sem eru ófrágengin og því er enn í gildi fyrirvari um að listinn sé breytingum háður."

Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að hlutir sem skráðir eru á fjármálafyrirtæki kunni að tilheyra viðskiptavinum þeirra. Eigin hlutir fjármálafyrirtækja geti því verið umtalsvert færri en listinn gefi til kynna. Tekið er sérstaklega fram að þetta eigi einkum við um Landsbankann hf. sem var uppgjörsaðili nýafstaðins hlutafjárútboðs félagsins.

20 stærstu hluthafar Icelandair klukkan 17 í dag:

Icelandair
Icelandair

Listinn er eftir sem áður birtur með fyrirvara um breytingar vegna ófrágenginna viðskipta.