Dómur var kveðinn upp í lekamálinu svokalla í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Var Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fundinn sekur og dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Brjóti Gísli Freyr ekki af sér á næstu tveimur árum fellur refsing niður.

Ákæruvaldið fór fram á þriggja ára fangelsisdóm yfir Gísla, en hann játaði sekt sína í málinu í gær og staðfesti játninguna fyrir héraðsdómi nú í morgun.

Gísli Freyr sagðist eftir dómsuppkvaðninguna hafa játað brotið samvisku sinnar vegna. Hann vilji geta horft í augun á börnunum sínum og vinum og verið heiðarlegur. Hann sagði jafnframt að hann hefði ekki verið búin að sjá ný gögn í málinu þegar hann játaði brot sitt fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í gær.