*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Fólk 11. apríl 2019 15:09

Gísli Halldór ráðinn forstöðumaður

Sjóvá ræður Gísla Halldór Ingimundarson sem forstöðumann áhættustýringar og gæðamála.

Ritstjórn
Gísli Halldór Ingimarsson hefur starfað sem sérfræðingur hjá Sjóvá frá árinu 2015 en tekur nú við sem forstöðumaður áhættustýringar og gæðamála hjá fyrirtækinu.
Aðsend mynd

Gísli Halldór Ingimundarson hefur verið ráðinn forstöðumaður áhættustýringar og gæðamála hjá Sjóvá. Gísli Halldór hefur langa og fjölbreytta reynslu af störfum innan tryggingageirans.

Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá trygginga- og tölfræðigreiningu Sjóvá frá 2015 og hjá endurtryggingafélaginu Munich Re í Þýskalandi frá 2009-2014, síðast sem ráðgjafi á sviði bílatrygginga.

Gísli Halldór er með BS gráðu í stærðfræði og MS gráðu í fjármálahagfræði frá Háskóla Íslands. Hann hefur einnig lokið MS prófi í aðgerðargreiningu frá Columbia háskóla í New York. Gísli Halldór er giftur Sigurborgu Selmu Karlsdóttir og eiga þau tvö börn.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is