Gísli Jón Magnússon hefur hafið störf sem framkvæmdastjóri Norvik hf. Undanfarin ár hefur Gísli Jón starfað sem sjálfstæður ráðgjafi. Hann var fjármálastjóri Festi frá 2013-2016 en áður hafði hann starfað hjá Norvik sem fjármálastjóri Kaupás frá árinu 2004. Gísli Jón er með masters gráðu í fjármálum og alþjóða viðskiptum frá viðskiptaháskólanum í Árósum.

„Ég er mjög spenntur og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt til að takast á við mjög svo fjölbreytt verkefni hjá Norvik.  Ég hlakka til að styðja þá góðu stjórnendur og frábæra starfsfólk sem þar eru til að viðhalda sterkri stöðu félaganna á sínum markaðssvæðum auk þess að leita nýrra fjárfestingartækifæra fyrir félagið,“ segir Gísli í tilkynningu.

Norvik hf. er eignarhaldsfélag sem var stofnað árið 2000 og meðal eigna félagsins eru BYKO ehf., fasteignafélagið Smáragarður ehf., 64% hlutur í Bergs Timber sem skráð er í sænsku kauphöllinni auk ýmissa annara fjárfestinga.