*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 11. desember 2007 14:26

Gísli Kjartansson hættur í stjórn VBS fjárfestingabanka

Ritstjórn

Gísli Kjartansson sagt sig úr stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. Gísli hefur verið formaður stjórnarinnar. Í tilkynningu á vef Kauphallarinnar segir Gísli ástæðuna fyrir úrsögninni úr stjórninni vara að Sparisjóður Mýrarsýslu, sem hann sé í forsvari fyrir, hafi keypt verðbréfafyrirtækið Nordvest og ákveðið hafi verið að efla og styrkja rekstur þess.  Nordvest starfar að hluta á sama markaði og VBS fjárfestingarbanki hf.

Páll Magnússon, sem áður var varaformaður, hefur tekið við stjórnarformennsku í

VBS fjárfestingarbanka hf.