Gísli Marteinn Baldursson, dagskrárgerðarmaður á RÚV, mun hlaupa í skarðið fyrir Sigmar Guðmundsson í spurningaþættinum vinsæla Útsvari í kvöld. Sigmar og Þóra Arnórsdóttir hafa stýrt þættinum undanfarin misseri við góðan orðstír. Sigmar er núna í fæðingarorlofi og því fjarri góðu gamni.

Í Bakherberginu í Kjarnanum er greint frá því að Gísli Marteinn muni leysa Sigmar af í fæðingarorlofinu. Gísli Marteinn segir í samtali við VB.is að það verði einungis í kvöld. „Svo held ég að það verði einhverjir gestastjórnendur eftir því sem þessu vindur fram,“ segir Gísli Marteinn.