Tilboð Gísla Jónssonar, sem starfar sem bílstjóri hjá Arctic Trucks og er oft nefndur pólfari vegna ferðalaga sinna á Suðurskautslandið, í eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi hefur verið samþykkt. Þetta herma heimildir Vísis og segir miðillinn að Gísli hafi áform um að stunda ferðaþjónustu í eyjunni.

Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í fyrrasumar, þá var eyjan auglýst til sölu og ásett verð var 300 milljónir króna. Eyjan er samtals 45 hektarar að stærð. Þar af eru ræktuð tún 10 hektarar.