Bókin Gísli á Uppsölum eftir Ingibjörgu Reynisdóttur er efst á lista yfir mest seldu bækurnar vikuna 25. nóvember til 1. desember. Í öðru sæti er bókin Reykjavíkurnætur eftir Arnald Indriðason og í því þriðja situr Hárið eftir Theodóru Mjöll.

Á uppsöfnuðum metsölulista fyrir árið allt er bókin Iceland Small World eftir Sigurgeir Sigurjónsson efst á lista. Þar á eftir kemur matreiðslubók Hrefnu Rósu Sætran, Grillréttir Hagkaups. Í þriðja sæti er önnur matreiðslubók, Heilsuréttir fjölskyldunnar og í því fjórða er umtalaðasta bók ársins, Fimmtíu gráir skuggar.

Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman lista yfir mest seldu bækurnar og byggir listinn á upplýsingum frá flestum bókaverslunum landsins og öðrum verslunum sem selja bækur.