Kex Hostel vann nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar og í rökstuðningi dómnefndar segir að eftirfarandi hafi einkum legið til grundvallar ákvörðun dómnefndar: Í sögunni búi framtíðin og glöggir ferðaþjónustuaðilar nýti sér það til að skapa samkeppnisforskot fyrir sín fyrirtæki. Í síkviku upplifunar- og þjónustuhagkerfi samtímans sé oft vandasamt að ráða í hvernig fortíðin speglast í samtímanum og það oft frekar list en einhver vísindi. Það sé til dæmis verkefni góðra hönnuða að spá í hvernig rétt er að standa að slíku og tala til fólks svo skiljist. Aðferðafræði hönnunar búi þannig yfir einstökum tækifærum til sköpunar og endursköpunar fyrirtækja í greininni, sem jafnframt getur veitt samkeppnisforskot.

Alls bárust 18 tilnefningar í samkeppni um nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir árið 2011. Margar voru um nýsköpun og fyrirtæki sem ekki voru komin á markað og því gafst dómnefnd ekki færi á að meta hvort árangur hefði orðið af þeim og þannig gildi nýsköpunarinnar. Reynsla var komin á aðrar tilnefningar, og öll fyrirtæki sem að baki þeim stóðu bjóða ferðavöru af miklum gæðum og metnaði. Dómnefnd var skipuð formanni samtakanna, einum félagsmanni og forstöðumanni Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.

Verðlaunahafar SAF árið 2011.
Verðlaunahafar SAF árið 2011.
© BIG (VB MYND/BIG)

Árni Gunnarsson, formaður SAF , Pétur Marteinsson, Ásberg Jónsson, Kristinn Vilbergsson og Katrín Júlíusdóttir, ráðherra.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðerra, á verðlaunaafhendingu SAF.
Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðerra, á verðlaunaafhendingu SAF.
© BIG (VB MYND/BIG)

SAF Verðlaun - Hótel Loftleiðir
SAF Verðlaun - Hótel Loftleiðir
© BIG (VB MYND/BIG)

SAF Verðlaun - Hótel Loftleiðir
SAF Verðlaun - Hótel Loftleiðir
© BIG (VB MYND/BIG)