*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 31. október 2019 13:40

Gistinætur dragast saman um 3%

Gistinætur ferðamanna á hótelum voru 42% af heildargistinóttum. Um 91% gistinátta á hótelum eru skráð á erlenda ferðamenn.

Ritstjórn
Heildarfjöldi gistinátta dróst saman um 3,3% í september samanborið við sama tímabil í fyrra.
Haraldur Guðjónsson

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í september dróst saman um 3,3% milli 2018 og 2019. Mest var lækkunin á síðum eins og Airbnb eða um 5,8%. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Ferðamenn greiddu fyrir um 1.015.500 gistinætur í september 2019 en þær voru um 1.045.500 í sama mánuði í fyrra. Gistinætur á hótelum voru 424.100 sem gerir um 41,9% af heildargistinóttum og 167.500 gistinætur voru skráðar á gistiheimili. Gistinætur í íbúðagistingu, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum og þess háttar voru 240.900 og um 180.000 í gegnum vefsíður eins og Airbnb.

Gistinætur á hótelum drógust saman um 2% í september samanborið við sama tímabil fyrir ári. Þar af var mest lækkun á Vesturlandi og Vestfjörðum eða um 12%, úr 33.476 gistinóttum í 29.481 gistinótt. Um 91% gistinátta á hótelum voru skráðar á erlenda ferðamenn, þar af voru Bandaríkjamenn með flestar eða 135.500. Um 51% allra hótelgistinátta voru á höfuðborgarsvæðinu.

Stikkorð: Ferðamenn Airbnb gistinætur