Heildarfjöldi gistinátta nam rúmlega 10 milljónum á síðasta ári og dróst saman um 3,1% samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru tæplega 5,8 milljón talsins og drógust saman um 1,3% milli ára á meðan þær voru rúmlega 1,6 milljón á vefsíðum á borð við Airbnb og drógust saman um 10,8% milli ára. Þá nam fjöldi gistinátta í öðrum tegundum gistingar rúmlega 2,6 milljónum og fækkaði þeim um 1,9% milli ára.

Þegar litið er yfir breytingu milli landshluta fyrir árið  nam fjöldi gistinátta á hótelum á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 2,5 milljónum á síðasta ári og drógust saman um 3% milli ára. Á Suðurnesjum voru þær tæplega 400.000 og jukust um 30% á meðan þær stóðu nánast í stað á Vesturlandi og Vestfjörðum og voru um 245.000.

Á Norðurlandi fjölgaði gistinóttum á hótelum um 5% milli ára  en þær voru um 337.000, á Austurlandi jukust þær um 15% og voru 118.000 talsins á meðan þær stóðu nánast í stað á Suðurlandi og voru 904.000