*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 10. nóvember 2020 09:46

Gistinætur ferðamanna 11 þúsund

Um 35% samdráttur var í gistinóttum Íslendinga í október frá fyrra ári, en 97% hjá útlendingum. Heildargistinæturnar 37 þúsund.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Í október voru um 37 þúsund gistinætur á hótelum hér á landi, sem er 91% samdráttur frá nærri 419 þúsund gistinóttum í október í fyrra að því er fram kemur í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.

Þar af voru 26 þúsund íslenskar gistinætur, þar sem fækkunin var 35% milli ára í mánuðinum, en 11 þúsund gistinætur erlendra gesta, sem drógust saman um 97% milli ára.

Í þessu samhengi nefnir Hagstofan að hertar kórónuveiruaðgerðir fyrir höfuðborgarsvæðið tóku gildi þann 7. október þar sem einstaklingar voru hvattir til að ferðast ekki að nauðsynjalausu frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina og öfugt.

Samkvæmt áætlunum Hagstofunnar var rúmanýting í október 2020 um 7,1% samanborið við 57,3% í sama mánuði í fyrra.