*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 8. október 2021 09:32

Gistinætur fimmfaldast á milli ára

Gistinætur útlendinga í september sautjánfölduðust frá fyrra ári og voru 278.500 talsins.

Ritstjórn
Oddsson hótel við Grensásveg, myndin tengist fréttinni ekki beint.
Aðsend mynd

Gistinætur á hótelum hér á landi voru um 341.700 talsins í september sem rúmlega fimmfalt fleiri gistinætur en fyrir ári þegar þær voru 63.600. Hins vegar var fjöldi gistinátta í september um 21% færri en í september 2019. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar en taka skal fram að um er að ræða bráðabirgðatölur fyrir síðasta mánuð sem liggja á 95% öryggismörkum.

Gistinætur útlendinga voru um 278.500 í síðasta mánuði og voru sautján sinnum fleiri en í september 2020 þegar þær voru 16.400 talsins en hins vegar voru þær 396.700 í september 2019. Þess ber að geta að sóttvarnaðagerðir á landamærum voru mun strangari fyrir ári síðan.

Gistinætur Íslendinga fjölguðu um 34% á milli ára voru um 63.100. Til samanburðar voru þær 47.100 fyrir ári síðan og 37.500 í september 2019.

Hagstofan varar þó við að miklar breytingar á framboði hótelrýma auki óvissu í bráðabirgðamati á fjölda gistinátta. Bráðabirgðatölur fyrir ágúst síðastliðinn gerðu ráð fyrir að gistinætur hefðu verið um 413.300 en endanlegur fjöldi reyndist vera 439.100 talsins.

Stikkorð: gistinætur hótel