Samkvæmt bráðabirgðatölum, sem byggjast á fyrstu skilum fyrir júnímánuð, má ætla að gistinætur á hótelum í júní hafi verið um 90.000 samanborið við 420.300 gistinætur á hótelum í júní 2019. Frá þessu er greint á vef Hagstofunnar.

Því má ætla að orðið hafi um 79% samdráttur á fjölda gistinátta frá júní 2019. Samkvæmt sömu áætlun var rúmanýting í júní 2020 um 17,7% samanborið við 60,5% í sama mánuði í fyrra.