*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 8. nóvember 2004 08:41

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tæp 5% milli ára

Ritstjórn

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 81.800 en voru 77.900 árið 2003 (5%). Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Norðurlandi þar sem fækkunin nam rúmum 15%. Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum milli ára um rúm 3.000 úr 50.100 í 53.300 og fjölgaði þar með um 6,3%. Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 11,4% þegar þær fóru úr 3.400 í 3.800. Á Suðurlandi voru gistinæturnar í september s.l. 10.600 og fjölgaði þar með um 10,8%, en árið 2003 voru þær 9.500. Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fór gistináttafjöldinn úr 6.500 í 7.100 milli ára og fjölgaði þar með um 8,8%.

Fjölgun gistinátta er aðallega vegna Íslendinga og fjölgar íslenskum hótelgestum í öllum landshlutum nema á Norðurlandi. Aukning þeirra þeirra er þó einna mest á Austurlandi, Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu.

Tölur fyrir 2004 eru bráðabirgðatölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.