Gistinætur á hótelum voru 6% fleiri í nóvember í fyrra en í sama mánuði 2003. Mest aukning varð á Suðurlandi (32%) en á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum um rúmlega 1.500 eða 3,9%. Kemur þetta fram í tölum sem Hagstofan birti í morgun. Framboð hótetelrýmis hefur aukist nokkuð undanfarið og er enn frekari aukning í farvatninu. Fjöldi hótela sem opin eru árið um kring voru 70 í nóvember síðastliðinum en 66 á sama tíma árið á undan.

Unnið er að byggingu nýrra hótela á höfuðborgarsvæðinu og mun því bætast enn frekar við hótelrýmið á árinu. Herbergjanýting var nokkuð betri í nóvember 2004 45,7% á móti 43,8% í nóvember 2003