Gistinætur á hótelum voru 117.100 í desember síðastliðnum. Þetta er 31% aukning á milli ára, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Erlendir gestir voru í hópi 84% þeirra sem gisti á hótelum í mánuðinum og fjölgaði þeim um 43% á milli ára. Gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 5%.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að áhöfuðborgarsvæðinu voru 93.200 gistinætur á hótelum í desember sem er 27% fleiri gistinæstu en í desember árið 2012. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 2.200 gistinætur sem er fjölgun um 135% miðað við sama tímabil 2012. Á Suðurlandi voru  gistinætur 9.600 í desember sem er aukning um 66% frá fyrra ári. Á Austurlandi voru gistinætur 1.700 sem er 62% aukning samanborið við desember 2012. Á Suðurnesjum voru 6.000 gistinætur í desember sem er aukning um 48% frá fyrra ári. Á Norðurlandi voru gistinætur 4.500 í desember og fjölgaði um tæp 8% samanborið við desember 2012.