Gistinætur á hótelum í desember síðastliðnum voru 54.000 en 56.000 í sama mánuði árið 2009. Er þetta fækkun um rúm 3%

Hagstofan birti í dag tölur yfir gistinætur í desember.

„Í desember fækkaði gistinóttum á höfuðborgarsvæðinu um 7% miðað við desember árið á undan, voru 43.100 nú á móti 46.200 árið 2009. Á öðrum landssvæðum varð aukning á gistinóttum milli ára. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á Austurlandi, um 34%, fóru úr rúmlega 450 í 600 miðað við sama mánuð árið 2009. Á Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum um 28%, voru nú 800 en 600 í desember 2009. Á Norðurlandi voru 2.000 gistinætur í desember og fjölgaði þeim um 14% frá desember 2009. Á Suðurlandi voru 4.400 gistinætur í desember sem er 11% aukning milli ára og á Suðurnesjum voru 3.000 gistinætur í desember sem er um 7% meira en árið áður.

Gistinóttum erlendra gesta fækkaði um rúm 8% miðað við desember 2009 en gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 11%

Gistinóttum á hótelum fækkar um rúm 3% milli ára
Gistinætur á hótelum árið 2010 voru 1.290.200, en það er fækkun um 3% frá árinu 2009 þegar þær voru 1.333.800. Gistinóttum fjölgaði á Suðurnesjum um 3% og á Vesturlandi og Vestfjörðum um 2%. Svipaður fjöldi gistinótta var á Suðurlandi milli ára en í öðrum landshlutum fækkaði gistinóttum lítillega. Á Austurlandi fækkaði gistinóttum um 5% frá fyrra ári, á Norðurlandi um 4% sem og á höfuðborgarsvæðinu.

Fyrir árið 2010 hefur gistinóttum Íslendinga sem og erlendra gesta fækkað um 3% miðað við árið 2009.“

Frétt Hagstofunnar.

.