*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 29. maí 2020 09:15

Gistinóttum fækkaði um 96%

75 hótel lokuðu tímabundið í apríl vegna fækkunar ferðamanna. Herbergjanýting í apríl nam um 3,5%.

Ritstjórn

Framboð gistirýmis, mælt í fjölda hótelherbergja, minnkaði um 44,6% í apríl frá sama tíma í fyrra. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var 75 hótelum lokað tímabundið í apríl.

Heildarfjöldi greiddra gistinátta í apríl síðastliðnum dróst saman um 96% samanborið við apríl 2019. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 97% og um 93% á gistiheimilum og öðrum tegundum gististaða líkt og farfuglaheimilum og orlofshúsum. 

Greiddar gistinætur ferðamanna á öllum gististöðum voru um 20.800 í apríl en þær voru um 519.000 í sama mánuði árið áður. Um 68% gistinátta voru skráðar á Íslendinga, eða um 14.200, en um 32% á erlenda gesti eða um 6.600 nætur.

Herbergjanýting á hótelum í apríl síðastliðnum var 3,5% og dróst saman um 45,7 prósentustig frá fyrra ári. Á 12 mánaða tímabili, frá maí 2019 til apríl 2020, var heildarfjöldi gistinátta á hótelum um 4.065.000 sem er 9% fækkun miðað við sama tímabil árið áður.

Stikkorð: Hagstofan gistinætur hótel