Í marsmánuði gistu ferðamenn hér á landi alls um 694 þúsund gistinætur á landinu, sem er fækkun um 3,4%, eða úr 719 þúsund frá sama tíma fyrir ári.

Á sama tíma áætlar Hagstofa Íslands að gistinætur í gegnum síður eins og Airbnb hafi fjölgað um 3,9%, í 134 þúsund. Samdrátturinn var mestur á hótelum og gistiheimilum, eða 5,5%, niður í 444 þúsund nætur en fækkunin nam 3,3% á öðrum tegundum gististaða, eða niður í 116 þúsund nætur.

Svipuð þróun var í febrúarmánuði, fjölgaði gistináttum í gegnum Airbnb og aðrar leigusíður um 2,6% frá því í febrúar fyrir ári, eða upp í 118 þúsund nætur.