Gistinætur á hótelum hérlendis voru um 364.100 (±14.200), samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Þar af er áætlað að gistinætur Íslendinga hafi verið hafi vreið um 109.600 og gistinætur útlendinga um 254.500.

Til samanburðar voru gistinætur í júní 2021 um 157.900 samkvæmt bráðabirgðatölum. Hins vegar reyndist endanlegur fjöldi hótelgistiátta vera 188.000 talsins þegar búið var að vinna úr öllum tölum. Hagstofan tekur því fram að rétt sé að taka þessum bráðabirgðatölum með sérstökum fyrirvara, sér í lagi þar sem miklar breytingar eiga sér nú stað á framboði á hótelrýmum.

Engu að síður þá lítur út fyrir að gistinætur á hótelum hafi nærri tvöfaldast á milli júní og júlí. Rúmanýting er áætluð um 58,5% í síðasta mánuði, samanborið við 40,7% júní.

Fjöldi gistinátta var 226.000 í júlí 2020, og því má ætla að um 61% aukning hafi orðið í fjölda gistinátta í júlí á milli ára. Þar er áætlað að gistinóttum útlendinga hafi fjölgað um 170% en gistinóttum Íslendinga hafi fækkað um 17%. Sé þó litið aftur til ársins 2019 þá voru gistinæturnar talsvert fleiri eða um 507.800, þar af voru gistinætur útlendinga 468.200.