*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 7. maí 2013 09:28

Gistinóttum fjölgaði um 22% milli ára

Gistinóttum erlendra gesta hér á landi á fyrsta fjórðungi ársins fjölgaði um 31% frá sama tíma í fyrra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Gistinætur á hótelum í mars voru 163.200 og fjölgaði um 22% frá mars í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 79% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 26% frá sama tíma í fyrra. Jafnframt fjölgaði gistinóttum Íslendinga um 10%.

Gistinætur á hótelum í janúar, febrúar og mars voru 391.600 til samanburðar við 309.077 fyrir sama tímabil árið 2012. Gistinóttum erlendra gesta hefur fjölgað um 31% samanborið við fyrsta ársfjórðung árið 2012 á meðan gistinóttum Íslendinga hefur fjölgað um 10%.