Gistinætur á hótelum í febrúar voru 139.900 og fjölgaði um 35% frá febrúar í fyrra, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Gistinætur erlendra gesta voru um 82% af heildarfjölda gistinátta og fjölgaði þeim um 42% frá í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 11% á milli ára.

Á höfuðborgarsvæðinu voru 105.400 gistinætur á hótelum í febrúar og voru þær 31% fleiri í mánuðinum en á sama tíma í fyrra. Fram kemur á vef Hagstofunnar að gistinóttum fjölgaði sömuleiðis umtalsvert á Austurlandi og voru þær 3.700 gistinætur í febrúar. Til samanburðar voru þær 1.600  í febrúar í fyrra.

Á Suðurlandi voru gistinætur 13.300 en voru 9.200 á sama tíma í fyrra. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða fóru gistinætur í 5.300 úr 2.800. Á Norðurlandi voru 5.900 gistinætur í febrúar og fjölgaði því um 19% frá fyrra ári. Á Suðurnesjum voru um 4.400 gistinætur í febrúar en það samsvarar til 25% aukningar frá sama mánuði í fyrra