Gistinætur á hótelum í ágúst voru 259.800 og fjölgaði um 5% frá ágúst í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Gistinætur erlendra gesta voru 89% af heildarfjölda gistinátta

í mánuðinum en þeim fjölgaði um 5% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 3%.Á höfuðborgarsvæðinu voru 151.800 gistinætur á hótelum í ágúst sem er aukning um 2% frá sama mánuði í fyrra. Á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða voru 15.100 gistinætur í ágúst sem er um 24% aukning frá fyrra ári.

Á Suðurnesjum voru 11.700 gistinætur í ágúst sem er um 19% aukning miðað við ágúst 2012.  Á Norðurlandi voru 28.000 gistinætur í ágúst sem er rúmlega 8% aukning miðað við ágúst 2012. Á Austurlandi fjölgaði gistinóttum um 11% milli ára og voru um 17.000. Gistinætur á hótelum á Suðurlandi voru álíka margar og í ágúst 2012 eða 36.100.