Bráðabirgðatölur hafa borist frá Hagstofu yfir gistinætur á hótelum og gistiheimilum árið 2004. Hefur þeim fjölgað í heild um rétt rúm 100 þúsund eða um 7,4%. Nánast sama aukning er hlutfallslega milli Íslendinga og útlendinga.

Mestur vöxtur einstakra þjóða er hjá Þjóðverjum eða um 10.415, en þar sem þeir eru sú þjóð sem hefur flestar gistinætur er hlutfallsleg aukning milli ára eingöngu 5,8%. Hlutfallsleg aukning er reyndar undir meðaltali hjá flestum fjölmennustu þjóðunum en mest í þeim flokki sem kallaður er ?önnur lönd í Evrópu". Þar er vöxturinn um 22.105 gistinætur eða 78,9%. Ljóst er þar þarf að fara fram nánari greiningu. Af einstökum landssvæðum eru það vestfirðir sem eru með mesta hlutfallslega aukningu og er þar helst að þakka verulega auknum áhuga Finna sem eyddu 178% fleiri gistinóttum þar en á árinu 2003 segir í fréttabréfi SAF.