*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 6. febrúar 2006 09:58

Gistinóttum fjölgaði um 13,3% í desember

Ritstjórn

Gistinóttum á hótelum í desember fjölgaði um 13,3% á milli ára, segir Hagstofa Íslands. Gistinæturnar voru 42.300 en voru 37.400 í sama mánuði árið áður.

Gistinóttum á hótelum fækkaði á Norðurlandi um 3% og á Austurlandi um 2% í desember.

Ef við skoðum árið í heild er aukningin 6% á milli ára. Gistinæturnar voru 1.028.200 en voru 968.900 árið áður.

Gistinóttum fjölgaði alla mánuði ársins 2005, nema í febrúar, en þá fækkaði nóttum um 1%, og mars, en þá fækkaði nóttum um 5%. Mest varð aukningin í janúar, september og desember eða um 13,5% í hverjum mánuði fyrir sig.

Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum hlutfallslega mest í desember, eða um 20%. Gistinætur voru 3.700 í desember og fjölgaði um 700 á milli ára.

Á höfuðborgarsvæðinu jókst fjöldi gistinótta í desember um 14%. Þær voru 33.800 en árið áður voru þær 29.500.

Á Suðurlandi fóru gistinæturnar úr 2.400 í 2.600 sem er aukning um 8%.

Á ársgrundelli fjölgaði gistinóttum á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum mest á milli ára, eða um 21%. Gistinæturnar voru 93.800 árið 2005 en 77.800 árið áður.

Á höfuðborgarsvæðinu nam aukningin 7%. Gistinóttum fjölgaði um 46.100, úr 655.400 í 701.500.

Fjöldi gistinátta fjölgaði um 1% á Austurlandi.

Fjölgun gistinátta á hótelum í desember árið 2005 er bæði vegna Íslendinga og útlendinga

<img src="http://hagstofan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3775">
Mynd fengin frá Hagstofu Íslands.