Gistinætur á hótelum í júlí voru 299.300 og er það 5% aukning miðað við júlí 2013, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar .

Gistinætur erlendra gesta voru 91% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum og fjölgaði þeim um 6% frá sama tíma í fyrra, en gistinóttum Íslendinga fækkaði hins vegar um 2%.

Flestar gistinætur voru á höfuðborgarsvæðinu, eða um 164 þúsund, sem er 2% aukning miðað við sama tíma á síðasta ári. Næst flestar gistinætur voru á Suðurlandi, eða um 51 þúsund talsins.