Gistinætur á hótelum í júlí voru 441.500 sem er 22% aukning miðað við sama tíma og í fyrra - en þá fjölgaði gistinóttum um 17%. Þetta kemur fram í frétt frá Hagstofunni.

Á höfuðborgarsvæðinu var aukningin 25% í júní - en þar voru gistinætur 240.400. Um 54% gistinátta eru á höfuðborgarsvæðinu.

Bandaríkjamenn með flestar gistinætur

Erlendir gestir með flestar gistinætur í júlí voru:

  • Bandaríkjamenn með 102.400 gistinætur
  • Þjóðverjar með 82.000 gistinætur
  • Bretar með 41.800 gistinætur