Gistinætur á hótelum landsins voru 115.200 í nóvember á síðasta ári. Til samanburðar voru þær 77.600 á sama tíma árið 2011 og er þetta 48% aukning á milli ára.

Fram kemur á vef Hagstofunnar að erlendir gestir voru 75% heildarfjölda gesta í mánuðinum en gistinóttum þeirra fjölgaði um 54% á milli ára. Á sama tíma voru gistinætur Íslendinga 33% fleiri í nóvember en ári fyrr.

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um allt land nema á Austurlandi. Meirihluti gistinóttanna var á höfuðborgarsvæðinu eða 91.300 sem var 52% fleiri gistinætur en í nóvember í fyrra.