Gistinætur á hótelum voru 115 þúsund  í september og fjölgaði um 22% frá fyrra ári. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur gistinóttum fjölgað mikið, eða um 11,1% frá því í fyrra. Kemur þetta fram í tölum Hagstofunnar.

Talsverð aukning varð á öllum landsvæðum, þ.m.t. var aukningin á höfuðborgarsvæðinu 10%. Mikilvægasti tími ferðaþjónustunnar er frá maí til september og kom sumarið vel út. Það sem af er ári standa erlendir ferðamenn að baki um 80% af gistinóttum ársins. Það hlutfall er heldur lægra en síðustu ár.


Erlendum ferðamönnum til landsins (þ.e. erlendir ferðamenn um Leifsstöð) fjölgaði mikið í september, eða um 14,5% frá sama mánuði í fyrra samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu. Fyrstu níu mánuði ársins fjölgaði erlendum ferðamönnum um 7,2% í gegnum Leifsstöð. Gengi krónunnar hefur að meðaltali verið lægra það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra sem kemur sér vel fyrir ferðaþjónustuna. Önnur skýring er aukið framboð af ferðamöguleikum með tíðari flugferðum til landsins