Fyrstu tíu mánuði ársins hefur gistinóttum á hótelum fjölgað um 49.556 eða 5,64% miðað við síðasta ár samkvæmt upplýsingum Samtaka ferðaþjónustunnar. Er það talsvert meiri aukning en hefur orðið í fjölda farþega en þeim hefur fjölgað um 4.638 eða 1,4% á tímabilinu.

Gjaldeyristekjur fyrstu þrjá ársfjórðungana hafa aukist um rúman milljarð en þar munar mestu um verulega auknar fargjaldatekjur flugfélaga sem hafa aukist um 6,34%. Neysla ferðamanna innanlands hefur hinsvegar einungis aukist um 327 milljónir eða 1,52% þessa fyrstu níu mánuði ársins. Því er augljóst að þrátt fyrir fleiri gesti aukast tekjur ekki sambærilega og kemur það niður á afkoma fyrirtækjanna segir í fréttabréfi SAF.